Vöruskilmálar

Vöruskilmálar 

Fjallamarkaðurinn tekur á móti nýlegum útivistarbúnaði og -fatnaði.

Búnaðurinn skal vera hreinn, lyktarlaus og í góðu ástandi. Fjallamarkaðurinn áskilur sér rétt til að hafna vöru ef t.d ástand hennar er ekki viðunandi, er ekki frá viðurkenndu/þekktu vörumerki eða er fölsuð. Ef það kemur í ljós að vara er ekki í ásættanlegu ástandi eftir að Fjallamarkaðurinn tekur við henni, er seljandinn látinn vita. Ef seljandi sækir ekki vöruna að hámarki 7 dögum eftir að búið er að láta hann vita verður varan að eign Fjallamarkaðarins eða gefin í góðargerðarmál.  

 Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu og fæst hvorki skipt né skilað.  

Vörur sem EKKI er tekið á mót í verslun Fjallamarkaðarins 

Nema hann sé nýr og enn með verðmiða.

  • Engir hjálmar 
  • Enginn snjófljóðabúnaður 
  • Enginn björgunarbúnaður 
  • Engir hjólavarahlutir (en við tökum við fylgihlutum) 
  • Engar hjólapúðabuxur 
  • Engir vatnspokar 
  • Engir plastskór 
  • Engin rafmagnstæki 

 

Fjallamarkaðurinn áskilur sér rétt til að hafna vörum ef þær uppfylla ekki þau skilyrði sem Fjallamarkaðurinn setur eða til er nóg af sambærilegum vörum í versluninni.