Um okkur

Um okkur 

Fjallamarkaðurinn er nýjasta afkvæmi Fjallakofans, og er ætlað að vera frumkvöðull í því að stuðla að og hjálpa samfélaginu við að draga eins mikið og hægt er úr sóun og kaupum á nýjum útivistarfatnaði. Fjallamarkaðurinn er því fyrst allra fyrirtækja í útivistargeiranum á Íslandi til að bjóða upp á kaup og sölu á notuðum útivistarbúnaði, hvort sem það er skófatnaður, útivistarfatnaður, viðlegubúnaður eða annað sem þannig öðlast lengri líftíma og dregur úr neyslu. Þetta er allt saman í svipuðum anda og PATAGONIA starfar með sinn „Worn Wear“ rekstur! Fjallamarkaðurinn  er til húsa í Kringlunni 7 þar sem Fjallakofinn var áður.

Þegar að eigendur Fjallakofans viðruðu þessa hugmynd við starfsfólkið sitt í miðju  COVID árinu 2021, og það lá ljóst fyrir að Kringlu húsnæðið væri sprungið utan af Fjallakofanum og verslunin yrði að flytja annað ( Hallarmúli 2 ), þá kom í ljós að 2 góðar stúlkur, Brynja og Elsa,  höfðu þá þegar hafið undirbúning að stofnun svona Fjallamarkaðar með notaðan útivistarbúnað haustið 2019. Sú vinna hjá þeim dróst aðeins á langinn en er þær heyrðu af áformum Halldórs og co. í Fjallakofanum, höfðu þær samband og samið var um að þær skildu alfarið leiða þetta verkefni. Þær hafa því tekið að sér reksturinn og sáu um að standsetja Fjallamarkaðinn og sem opnaði í nóvemer 2021. 

Í Fjallamarkaðnum getur þú bæði keypt og selt notaðan útivistarfatnað og -búnað fyrir börn og fullorðna. Fjallamarkaðurinn tekur vörur í umboðssölu og því gefst öllum tækifæri til að selja sinn útivistarfatnað og búnað sem ekki er not fyrir lengur og gefa þannig vörunni nýtt líf hjá nýjum eiganda. Ekki láta ónotaðan útivistarfatnað eða búnað safna ryki inn í geymslu í margar vikur eða mánuði. Komdu honum í verð og notaðu ágóðann upp í næsta ævintýri. Þannig getur þú hjálpað okkur í Fjallamarkaðnum að sýna samfélagslega ábyrgð í umhverfismálum, minnkað sóun og gefið öðrum tækifæri til að eignast búnað án þess að þurfa tæma veskið.

Þegar vara selst fær eigandi vörunnar sinn hluta af andvirði vörunnar, að frádreginni þóknun Fjallamarkaðarins, lagðan inn á sinn bankareikning.

Fjallamarkaðurinn selur einnig aukahluti, smávörur og outlet vörur frá Fjallakofanum.

Markmið Fjallamarkaðarins eru að þjóna samfélaginu og jörðinni betur með því að:

  • Endurnýta
  • Minnka sóun
  • Gefa útivistarbúnaði framhaldslíf
  • Gefa fleirum kost á því að stunda útivist og prófa nýja íþrótt á viðráðanlegu verði og fjölga þannig þeim sem stunda holla hreyfingu
  • Halda útivistarbúnaði í notkun og koma í veg fyrir að hann endi sem landfylling

 

Það sem skilar líklega mestum árangri til að draga úr umhverfisáhrifum fataiðnaðarins er bætt nýting, endurnýting og endurvinnsla á fatnaði. (EFLA)

Í hvert skipti sem að valinn er sá kostur að kaupa notaða vöru í stað þess að kaupa nýja er verið að draga úr framleiðsluþörf á nýrri vöru og nýta hráefni jarðar betur. Þegar fötum er haldið vel við er á sama hátt komið í veg fyrir tíða fataneyslu. (EFLA)

https://www.efla.is/blogg/samfelagid/notud-eda-ny-fot-skiptir-thetta-mali