Spurt og svarað
Þarf að leigja bás?
Nei, það þarf ekki að leigja bás. Þú getur komið með 1 hlut eða eins marga og þú vilt til okkar.
Hvað kostar að selja vörur hjá ykkur?
Það kostar 990kr að stofna aðgang að Mitt Svæði hjá okkar þar sem þú heldur utan um þínar vörur. Við tökum svo þóknun af hverri seldri vöru, sjá nánar hérna: https://fjallamarkadurinn.is/pages/thoknun
Hvenær fæ ég greitt fyrir vörurnar mínar sem seljast hjá Fjallamarkaðnum?
Við gefum okkur allt að 7 daga til að greiða út söluhagnað að frádreginni þóknun. Þú getur fylgst með inn Mitt svæði þegar þínar vörur seljast.
Sendið þið vörur út á land?
Eins og staðan er akkúrat núna þá gerum við það ekki.
Eruð þið með vefverslun?
Nei ekki eins og er en það er hægt að skoða allar vörurnar okkar inná vöruleit á heimasíðunni okkar.
Er hægt að borga með símgreiðslu?
Já, það er hægt að borga með símgreiðslu og þá beðið einhvern um að koma og sækja vöruna fyrir þig til okkar í Fjallamarkaðinn.
Hvaða vörur er hægt að selja hjá ykkur?
Við tökum á móti flest öllum útivistarbúnaði og -fatnaði. Vörurnar mega ekki vera eldri en 10 ára og í góðu ástandi. Sjá nánar hérna: https://fjallamarkadurinn.is/pages/vorur-i-verslun