Skilmálar

Væntingar til seljanda 

Markmið okkar er að þjóna samfélaginu okkar og jörðinni betur með því að endurnýta og gefa útivistarbúnaði framhaldslíf.  

Seljandi skal ábyrgjast að hafa ótakmarkaðan eignarétt á sínum vörum. Verði seljandi staðinn að því að hafa undir hendi stolna vöru mun Fjallamarkaðurinn eyða sá hinum sama út úr kerfum sínum og tilkynna atvikið til lögreglu.

 

Vöruskilmálar  

Fjallamarkaðurinn tekur á móti notuðum/nýjum útivistarbúnaði og -fatnaði.

Búnaðurinn skal vera hreinn, lyktarlaus og í góðu ástandi. Fjallamarkaðurinn áskilur sér rétt til að hafna vöru ef t.d ástand hennar er ekki viðunandi, er ekki frá viðurkenndu/þekktu vörumerki, er fölsuð eða til er nóg af sambærilegum vörum í versluninni.. Ef það kemur í ljós að vara er ekki í ásættanlegu ástandi eftir að Fjallamarkaðurinn tekur við henni, er seljandinn látinn vita. Ef seljandi sækir ekki vöruna að hámarki 7 dögum eftir að búið er að láta hann vita verður varan að eign Fjallamarkaðarins eða gefin í góðargerðarmál. Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu og fæst hvorki skipt né skilað.  

Vörur sem EKKI er tekið á mót í verslun Fjallamarkaðarins 

Nema hann sé nýr og enn með verðmiðann.. 

  • Engir hjálmar 
  • Enginn snjófljóðabúnaður 
  • Enginn björgunarbúnaður 
  • Engir hjólavarahlutir (en við tökum við fylgihlutum) 
  • Engar hjólapúðabuxur 
  • Engir vatnspokar 
  • Engir plastskór 
  • Engin rafmagnstæki 

 

Verðlagning 

Fjallamarkaðurinn aðstoðar seljendur að finna sanngjarnt verð á þær vörur sem eru samþykktar. Fjallamarkaðurinn notast við þekkingu starfsfólks á markaðnum, upprunalegt verð, aldur og ástand vörunnar við verðlagningu. Ef það kemur í ljós að verð á vöru er ekki í takt við markaðsverð áskilur Fjallamarkaðurinn sér rétt til að breyta verði á vörunni en þó aldrei meira en 15% af upphaflega verði. 

 

Tímaviðmið og afslættir 

Fjallamarkaðurinn starfar á tveim “árstíðum”: vetur (okt-mars) og sumar (apríl-sept). Starfsfólk Fjallamarkaðarins hefur rétt til að ákveða hvorri árstíðinni vörur tilheyra. 

Seljendur samþykkja að skilja vörur eftir í umsjón Fjallamarkaðarins í lágmark 60 daga. Að þeim tíma loknum hefur seljandinn rétt á að sækja vöruna í Fjallamarkaðinn. 

Ef vara hefur ekki selst innan 60 daga hefur Fjallamarkaðurinn rétt á að endurskoða verðið á vörunni og lækka það um allt að 25%. 

Komi seljandi með vörur í Fjallamarkaðinn þegar minna en 60 dagar eru eftir af þeirra árstíð sem er í gangi samþykkir seljandi að skilja vöruna eftir út þá árstíð.

Í lok hverrar árstíðar heldur Fjallamarkaðurinn útsölu og mun senda öllum seljendum tölvupóst um þær vörur sem þeir eiga sem munu fara á útsöluna. Ef vara selst ekki á árstíðarútsölu þarf að sækja hana innan 7 daga frá því að útsölunni lýkur. Allar ósóttar vörur verða að eign Fjallamarkaðarins eða verða gefnar í góðagerðarmál. 

Seljendur skulu ekki með nokkru móti auglýsa sína vöru til sölu á öðrum stöðum á meðan varan er í umsjón Fjallamarkaðarins nema á miðlum Fjallamarkaðarins.  

Fjallamarkaðurinn áskilur sér rétt til að lækka verð á vöru um allt að 10% í sérstökum tilfellum. 

 

Þóknun 

Fjallamarkaðurinn tekur þóknun af hverri seldri vöru.

 Söluverð Þóknun
0 - 49.999 kr. 30%
50.000kr. + 20%

 

Útborgun til seljanda 

Þegar vara selst, verður til inneign á reikning seljandans sem hægt er að skoða með því að skrá sig inn á Mitt svæði. Greitt er út miðað við lokaverð vörunnar að frádreginni þóknun Fjallamarkaðarins. 

Seljandi þarf að óska eftir því að fá inneign sína greidda og er það gert inn á Mitt svæði. Fjallamarkaðurinn gefur sér allt að 7 daga til að greiða út inneignir frá því að óskað hefur verið eftir því. Seljendur hafa allt að 1 ár til að óska eftir útborgun.  

 

Ábyrgð 

Fjallamarkaðnum er umhugað um vörur seljenda og ber virðingu fyrir þeim. En Fjallamarkaðurinn ber hins vegar ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Í tilfellum af eldsvoða og vatnsskaða er Fjallamarkaðurinn ekki bótaskyldur. Innbústrygging seljanda kann hins vegar að taka til slíks tjóns en það er alfarið í höndum seljandans að kynna sér það. 

 

Upplýsingar um seljanda 

Það er á ábyrgð seljandans að halda sínum notenda upplýsingum uppfærðum á sínum svæði eða hafa samband við Fjallamarkaðinn til að láta breyta upplýsingum eins og símanúmeri, tölvupóstfangi og bankaupplýsingum. 

 

Persónuverndarstefna 

Fjallamarkaðurinn mun ekki undir nokkrum kringumstæðum veita þriðja aðila persónulegar upplýsingar um viðskiptavini. 

Fjallamarkaðurinn  (Fjallakofinn ehf.) 

Kringlan 7

103 Reykjavík

S: +354 510 9525 

Kt: 500311-1420 

VSK:107538