Ferlið

Ferlið

Selja vöru: Óskir þú eftir að selja vöru hjá Fjallamarkaðnum þarftu að byrja á að kynna þér vel þá skilmála sem Fjallamarkaðurinn setur, sjá hérna.

Stofna aðgang: Þú byrjar á að stofna aðgang að mínu svæði hjá Fjallamarkaðnum með því að skrá inn þínar upplýsingar, samþykkja skilmála  og greiða 990kr. fyrir aðganginn. Þetta er gjald sem þú greiðir aðeins einu sinni í upphafi fyrir hvern aðgang.

Í framhaldinu færðu sendan tölvupóst með frekari upplýsingum um það hvernig þú skráir inn þínar vörur.

 

Skrá vöru/vörur: Til að skrá inn vöru þá þarftu að skrá þig inn á Mitt svæði. Þegar þú ert komin inn á Mitt svæði þá getur þú byrjað að skrá inn þær vörur sem á að selja. Það þarf að fylla inn eftirfarandi upplýsingar:

Dæmi:

  • Nafn: góð lýsing í fáum orðum, dæmi: Gore tex kvk jakki, keyptur 2017, lítið notaður.
  • Stærð: S (ef skiði: 170cm (125-82-105)
  • Bókun: Þín upphafsdagsetning á tímabili 
  • Verð: útsöluverð (frá þessu verði dregst þóknun Fjallamarkaðarins)
  • Magn:
  • Vöruflokkur: Framleiðandi/Brand - 
  • Mynd: 1 mynd sem sýnir vöruna vel

Þegar komið er með vörurnar í Fjallamarkaðinn tekur starfsmaður á móti vörunum og fer yfir þær með seljanda. Farið er yfir hvort allar upplýsingar um vöruna séu réttar og hvort að vörurnar standist skilmála Fjallamarkaðarins.

Þegar varan hefur verið samþykkt af Fjallamarkaðinum prentar starfsmaðurinn út límmiða/merkimiða fyrir vöruna sem er fest á hana, virkjar vöruna inn í kerfinu og þá birtist varan á vefsíðu Fjallamarkaðarins.

Að lokum fer starfsmaðurinn með vöruna á réttan stað í verslun.

Seljendur geta fylgst með stöðunni á sínum vörum inn á Mitt svæði og séð þegar varan er seld.

Þegar vara selst gefur Fjallamarkaðurinn sér allt að 7 daga til að greiða seljanda sinn hlut af vöru verðinu inná bankareikning seljanda.